Íslandsstofa tók þátt í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur þátt í fjölmennri saltfiskhátíð í Somma Vesuviana á Ítalíu í lok síðasta mánaðar auk þess að kynna íslenskan saltfisk á einu fjölfarnasta torgi Napólíborgar.
Saltfiskhátíðin „Somma e Sua Eccellenza il Baccalà“, sem u.þ.b. 5.000 manns heimsóttu, var haldin í bænum Somma Vesuviana. Hátíðin náði bæði til almennings og lykilaðila í saltfiskviðskiptum á Napólísvæðinu og Suður-Ítalíu.
Eldhúsið, sem Íslandsstofa hefur notað áður með góðum árangri í sínu kynningarstarfi vakti mikla athygli á saltfiskhátíðinni en það er skreytt munum og myndum frá saltfiskvinnslu Íslendinga í gegnum árin. Mikill fjöldi fólk gæddi sér á sælgæti sem unnið er að hluta til úr saltfiski auk þess að kynnast betur íslenskum saltfiski og Íslandi almennt. Þá buðu átta veitingastaðir á svæðinu upp á mismunandi saltfiskrétti úr íslensku gæðahráefni sem almenningur gat keypt gegn vægu gjaldi.