Um 8.500 tunnur af hrognum hafa verið framleiddar á grásleppuvertíðinni og allt stefnir í meðalvertíð, um 11 þúsund tunnur af hrognum, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir í samtali við Fiskifréttir. Vertíðin í fyrra var metvertíð en hún skilaði um 18 þúsund tunnum.

,,Veiði á  nánast öllum landssvæðum hefur verið minni en á síðustu vertíð. Einna best hefur hún verið á Ströndum. Óveður hér vestanlands hamlaði veiðum mikið í upphafi vertíðar. Ástandið var svo slæmt að sumir komust ekki á sjó samfellt í tvær vikur. Ég hef tekið það saman að veiðin á dag er nú rúmum þriðjungi minni en hún var á sama tíma í fyrra,“ sagði Örn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.