Sala á íslenskum þorski til Spánar jókst um tæp 43% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Þar með fór Spánn fram úr Bretlandi sem stærsti markaðurinn fyrir þorskafurðir Íslendinga.

Salan á fyrstu fimm mánuðunum umreiknaði í fisk upp úr sjó nam 44.820 tonnum í samanburði við 31.365 tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur á fréttavefnum www.undercurrentnews.com og er þar byggt á samantekt markaðsfyrirtækisins Marko Partners.

Ennfremur fékkst hærra meðalverð fyrir þorsk en á sama tímabili í fyrra.

Þrír helstu útflutningsmarkaðir Íslendinga á þessu fimm mánaða tímabili eru Spánn, Frakkland og Bretland. Næstum 64% alls sjávaraflanum upp úr sjó  fór til þessara þriggja landa.

Sala á frystum flökum til Spánar jókst um 57% og meðalverð var um 7,1% hærra fyrstu fimm mánuðina en sama tímabil í fyrra.

Sala á frystum saltflökum nærri þrefaldaðist og nam 2.655 tonnum í samanburði við 962 tonn á sama tímabili í fyrra.

Sala dróst hins vegar saman til Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna og Portúgals. Sala til Bretlands varð tæplega 6% minni, 37.034 tonn, tæplega 9% minni til Frakklands, 19.601 tonn, 0,13% minni til Bandaríkjanna, 10,077 tonn, og fjórðungsminnkun varð í sölu til Portúgal, alls 11.009 tonn.

Þessa miklu minnkun á Portúgalmarkaði má einkum rekja til minni sölu á saltfiski og meðalverðhækkun þar var 14,1% fyrstu fimm mánuði ársins.