Sala á frosnum þorskflökum frá Kína til Evrópu dróst saman um 5,5% á fyrstu 10 mánuðum ársins. Þetta kemur fram á vefnum fis.com og er þar vitnað í skýrslu íslenska ráðgjafafyrirtækisins Marko Partners.
Frá janúar til og með október í ár voru flutt út 86.188 tonn af þorskflökum frá Kína en á sama tíma í fyrra 91.183 tonn.
Á sama tíma hefur verð á hausuðum, frystum þorski sem seldur er til Kína sem hráefni til endurvinnslu lækkað. Útflutningsverðið frá Noregi var 1,98 evrur á kíló í október (326 ISK). Þetta er 14% lægra en meðalverðið í september. Í heild hefur útflutningsverðið lækkað um 25% frá því í júní, eða 2,65 evrur á kíló (436 ISK). Í samanburði við október 2011 hefur verðið lækkað um 30%.