Árið 2014 var ágætt ár hjá fiskmörkuðum landsins enda með betri söluárum frá upphafi hvað magn varðar. Nokkur samdráttur varð hins vegar í magni frá metárinu 2013 en meðalverð hækkaði milli ára, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Í heild var salan á fiskmörkuðum um 103 þúsund tonn á síðasta ári og verðmætin námu um 27 milljörðum króna, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða. Hér er um 6,5% samdrátt að ræða í magni á milli ára en árið 2013 seldust tæp 110 þúsund tonn á fiskmörkuðunum. Salan í verðmætum dróst einnig saman. Árið 2013 seldist fiskur fyrir 28 milljarða króna á mörkuðum þannig að samdráttur í verðmætum á milli ára er 3,5%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.