Sala á fiski til norskra heimila jókst um 7% milli áranna 2011 og 2012. Um er að ræða 4,5% magnaukningu en verð á fiski og fiskafurðum hækkaði um 2,5% milli ára. Þessar niðurstöður eru byggðar á neyslukönnun sem gerð var fyrir Norska sjávarafurðaráðið.
Aukningin er rakin til meiri nýsköpunar, betri pökkunar vörunnar, fjölbreyttari vöruúrvals og beittari markaðssetningar.
Hvað einstakar tegundir varðar jókst salan mest á lax, um 23% á milli ári. Á norskum heimilum er nú í fyrsta sinn borðað meira af laxi en þorski, eða um 14.450 tonn.Sala á þorski jókst um 9% en norsk heimili kaupa um 12 til 13 þúsund tonn af þorski á ári.
Neysla á síld jókst einnig um 9% á árinu 2012. Fram að þeim tíma hafði sala á síld dregist saman á hverju ári frá árinu 2006.