Sala í janúar og febrúar á íslensku fiskmörkuðunum var tæplega 22% meiri en í fyrra. Í febrúar voru seld 10.485 tonn sem er 13% meira en í febrúar 2008. Þetta er með stærri febrúarmánuðum.
Verðmæti sölunnar 2 fyrstu mánuði ársins voru 3.625 milljónir sem er tæplega 28% meira en í fyrra.
Í febrúar var selt fyrir 1.740 milljónir sem er 10% meira en í fyrra og það næsthæsta sem sést hefur.
Meðalverð 2 fyrstu mánuði ársins á öllum afla var 181,73, en var 173,11 í fyrra. Þetta er hækkun um 5%.
Í febrúar var meðalverðið 165,98 en var 170,44 í fyrra. Það er lækkun um 2,6%.
Sjá nánar á vef Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR