Breska stórverslunarkeðjan Sainsbury‘s tilkynnti nú í vikunni að hún hefði sett á markað hundruðustu vöruna sem vottuð væri af MSC. Þetta er línuýsa veidd við Ísland. Ýsan er frá útflutningsfyrirtækinu Sæmarki ehf. sem selur fisk frá fjórum íslenskum framleiðendum, Hraðfrystihúsi Hellissands, Odda, Þórsbergi og Íslandssögu.
Sainsbury‘s er fyrsti stórmarkaðurinn sem býður eitt hundrað MSC merktar vörur til sölu hjá sér. Í frétt á vefnum seafoodsource.com kemur fram, að Sainsbury‘s hafi sett sér það markmið að árið 2020 verði allur fiskur sem boðinn verði til sölu í verslunum fyrirtækisins úr sjálfbærum veiðum og vottaður sem slíkur af óháðum aðilum.