Rannsóknaskipið Skagerak er í Reykjavíkurhöfn þessa dagana. Skipið, sem er 49 metra langt og smíðað í Póllandi og tekið í notkun 2021. Það er í eigu Háskólans í Gautaborg og siglir undir sænsku flaggi. Skipið er nýlega komið úr leiðangri í Færeyjum þar sem kortlagðar voru kaldar tungur Golfstraumsins sem gegnir lykilhlutverki fyrir loftslagið í Norður-Evrópu.