Sæborg NS frá Vopnafirði er efst báta á grásleppuvertíðinni með 65,8 tonn í 20 löndunum. Á hæla henni kemur Finni NS frá Bakkafirði með 65,6 tonn í 13 löndunum. Þriðji er svo Ás NS frá Vopnafirði með 62,1 tonn.
Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is en þar er listanum afli 167 grásleppubáta. Vakin er athygli á því að grásleppuveiðum er hvergi lokið.