Sæbjúgnaafli hér við land sló öll met á árinu 2016 þegar hann fór í 3.265 tonn samanborið við 1.369 tonn árið á undan. Hann hefur aldrei orðið svona mikill á einu ári frá upphafi þessara veiða hér við land.

„Ástæðan fyrir þessari miklu aflaaukningu var ekki aukinn afli á sóknareiningu heldur fyrst og fremst sú að söluhorfur voru góðar og því fjölgaði bátum á veiðum og sóknin varð meiri,“ segir Hannes Sigurðsson framkvæmdastjóri Hafnarness Vers í Þorlákshöfn í samtali við Fiskifréttir, en hann gerir út þrjá báta til sæbjúgnaveiða. Alls voru tíu bátar á sæbjúgnaveiðum á síðasta ári samanborið við sjö báta árið áður.

Fyrirsjáanlegur er mikill samdráttur í sæbjúgnaveiðum því Hafrannsóknastofnun ráðlagði aðeins 1.457 tonna hámarksafla á þessu fiskveiðiári.

Sjá nánar í Fiskifréttum.