Nýsmíðin Ruth frá Hirtshals fór í reynslusiglingu síðastliðinn mánudag og gekk hún vel. Ruth er nýjasta, stærsta og fullkomnasta uppsjávarskip Danmerkur. Það er smíðað hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku og kostnaður er í kringum 250 milljónir danskra króna eða jafnvirði 4,8 milljarða íslenskra króna.

Skipið skartar öllu því nýjasta sem völ er á og mun m.a. geta dregið tvö troll samtímis. Skipið verður á togveiðum á brislingi og sandsíli og mun veiða síld og makríl í nót.

Áætlað er að afhenda Ruth í næsta mánuði.