Skipstjórinn á rússneska skipinu Lazurnyy óskaði í gær aðstoð í gær við leit að skipverja sem hvarf af skipinu við lögsögumörkin sunnan Færeyja. Ekki er vitað hvernig hvarf mannsins bar að en hann var ekki að finna um borð.

Sex skip leituðu mannsins í gær fram í myrkur, Ísleifur VE og færeysku skipin Norðborg, Jupiter, Christian í Grótinum og Næraberg, auk rússneska skipsins. Einnig tók þyrla frá Færeyjum þátt í leitinni en hún bar ekki árangur.

Lazurnyy er gamla Norðborg frá Færeyjum sem seld var til Rússlands árið 2009 þegar ný Norðborg tók við hlutverki hennar.

Frá þessu er skýrt á færeyska vefnum fiskur.fo .