Dmitrij Medvedev forsætisráðherra Rússlands hefur gefið rússneskum veiðieftirlitsmönnum leyfi til að bera vopn og tilgreinir jafnframt um hvaða sé að ræða. Þetta kemur fram í netmiðlinum Barents Observer. Á vopnalistanum eru m.a. Kalasnikov rifflar, Makarov skammbyssur, táragas og fleiri tegundir vopna.
Ekki er getið um við það hvaða aðstæður eftirlitsmönnunum sé heimilt að beita vopnunum að öðru leyti en því að þau séu ætluð til sjálfsvarnar.
Frá þessu er skýrt á vef norska síldarsamlagsins.