Rússland var stærsti kaupandi á norskum sjávarafurðum á síðasta ári og skákaði Frakklandi sem var áður í fyrsta sætinu, að því er fram kemur á vefnum fis.com. Alls voru fluttar út sjávarafurðir frá Noregi til Rússlands fyrir um 650 milljónir evra (um 95 milljarða ISK) á síðasta ári. Rússland hefur um árabil verð þýðingarmikill markaður fyrir norskan fisk. Heildarútflutningur á fiskafurðum frá Noregi til Evrópu nam um 3,8 milljörðum evra (um 600 milljörðum ISK). Þar af eru Rússland og Frakkland langmikilvægustu markaðirnir.