Frystar og saltaðar afurður úr uppsjávarfiski skiluðu Íslendingum um 49 milljörðum í útflutningstekjur á síðasta ári. Austur-Evrópa kaupir langmest af frystum afurðum uppsjávarfisks frá Íslandi. Þar af fer um þriðjungur alls útflutningsins til Rússlands.

Þessar upplýsingar koma fram í nýjustu Fiskifréttum þar sem greint er frá erindi sem Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni um framboð samkeppnistegunda uppsjávarfiska.

Teitur sagði að meira en helmingur af frystum og söltuðum uppsjávarafurðum frá Íslandi færu á markaði í Austur-Evrópu, eða um 53% í verðmætum og 58% í magni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.