Á tímabilinu frá 2003 til 2013 jukust útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi til Rússlands úr 600 milljónum króna í 18,6 milljarða króna. Aukningin á þessum tíu árum er því 32-föld, að því er fram kemur á vef Sjávarklasans.

Rússland er sá markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir sem vex nú hvað hraðast og er í raun gríðarlega mikilvægur markaður fyrir ákveðna afurðaflokka uppsjávartegunda og karfa, en 43% af útflutningsvirði heilfrysts makríls er af sölu til Rússlands, svo dæmi sé tekið  en um 38% af öllum frystum uppsjávarfiski fara til Rússlands. Þótt rætt hafi verið um hugsanleg tækifæri íslenskra útflytjenda sjávarafurða af brotthvarfi Norðmanna af Rússlandsmarkaði er ljóst að aðalhagsmunir Íslendinga felast í því að Rússlandsmarkaður haldist opinn.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Sjávarklasans.