Útlit er fyrir að vinnsla á hvítfiski í Kína verði óarðbærari í framtíðinni vegna hækkandi launakostnaðar þar í landi. Á sama tíma búa Rússar sig undir stóraukna landvinnslu og hugsanlegt er að þeir undirbyggi hana með innflutningsbanni, fjárfestingum í skipaflotanum og nýrri tækni.
Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Gorjans Nikolik, sérfræðings hjá hollenska bankanum Rabobank, á ráðstefnunni WhiteFish ShowHow sem Marel stóð fyrir í Kaupmannahöfn í síðustu viku.
Hann sagði að engin þjóð í heiminum veiði meiri hvítfisk en Rússar en megnið af afurðunum er flutt út nánast óunnið til Kína. Vinnsla og verðmætasköpun ´æi rússneskum sjávarútvegi sé afar lítil. Nú ráðgeri stjórnvöld að þeir verði sjálfbærir á öllum sviðum matvælaframleiðslu. Þetta ætli þeir að gera með því að banna að mestu leyti innflutning á sjávarafurðum, tryggja að fiskiskipaflotinn og fiskveiðiheimildir séu í eigu rússneskra fyrirtækja og hvetja til samþjöppunar innan greinarinnar.
Sjá nánar í Fiskifréttum.