Rússar hafa hafið mikla sókn inn í fiskeldli í Noregi. Russian Aquaculture, stærsta fiskeldisfyrirtæki Rússlands, hefur keypt seiðaframleiðslufyrirtækið Olden Opprettsanlegg og síðastliðið sumar keypti sama fyrirtæki seiðaframleiðslufyrirtækið Villa Smolt í Noregi.
Olden Opprettsanlegg hefur leyfi til framleiðslu á tveimur milljónum seiða árlega. Rússarnir áætla að fá fyrstu seiðin frá stöðinni strax á næsta ári. Í henni er bæði hægt að framleiða regnbogasilungsseiði og laxaseiði.
Russian Aquaculture hefur gefið það út að kaupin eru liður í þeirri áætlun fyrirtækisins að ná framleiðslu á milli 25 og 30 þúsund tonnum fyrir árið 2025. Með í kaupunum fylgir einnig áratugareynsla og tækniþekking sem byggst hefur upp í Noregi sem fyrirtækið hyggst nýta til uppbyggingar eigin seiðaframleiðslu í Rússlandi.