Það hefur verið líf og fjör á Murmansk kajanum  í Hafnarfirði að undanförnu, að því er segir á vefsíðu Grétars Þórs . Nokkrir rússneskir togarar hafa legið þar í allan vetur en nú um helgina komu tveir til viðbótar. Þeir hafa verið að taka umbúðir og vistir svo fara þeir á Reykjaneshrygginn þar sem þeir eyða sumrinu á úthafskarfaveiðum.

Því má bæta við að úthafskarfaveiðarnar hafa ekki verið svipur hjá sjón undanfarin ár vegna þess hve stofninn er illa á sig kominn. Íslensk skip mega veiða  samtals 6.125 tonn á þessu ári en til samanburðar má nefna að um síðustu aldamót veiddum við yfir 50.000 tonn af úthafskarfa úr efri og neðri stofninum.