Hlutur Íslands af innflutningi sjávarafurða til Rússlands hefur aukist síðustu árin og í fyrra nam hann 10% af heildinni. Noregur er áfram langstærsta viðskiptaland Rússa á þessum sviði með rúmlega þriðjungs hlut.
Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum og vísað í erindi sem innkaupastjóri hjá Russian Sea Group, stærsta sölufyrirtæki Rússlands á sviði sjávarafurða, flutti á markaðsdegi Iceland Seafood nýlega. Þriðja stærsta innflutningslandið á síðasta ári var Kína og það fjórða Kanada.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.