Vísindamenn við rússnesku hafrannsóknastofnunina hafa lagt til að snjókrabbakvóti í rússnesku lögsögunni verði næstum fimmfaldaður á næsta ári eða úr 1.600 tonnum í 7.870 tonn. Forsendurnar eru þær að mikill vöxtur hafi verið í snjókrabbastofninum á undanförnum árum. Þessi veiðiráðgjöf bíður nú staðfestingar yfirvalda. Auk veiða í rússneskri lögsögu hafa Rússar stundað veiðar á snjókrabba um miðbik Barentshafs milli Svalbarða og Novaja Semlja.

Heildarveiði á snjókrabba nam rúmlega 7.500 tonnum á síðasta ári. Til viðbótar veiddu rússneskskip um 8.000 tonn af kóngakrabba. Kóngakrabbakvótinn hefur verið ákveðinn 8.500 tonn á þessu ári.

Frá þessu er skýrt á vef samtaka norskra útvegsmanna.