Þorskur sem merktur var við Grænland hefur veiðst á Íslandsmiðum síðustu árin. Um er að ræða þorsk úr 2002 og 2003 árgöngunum. Líklega er þetta þorskur sem klaktist út hér við land, rak sem seiði til Grænlands og skilaði sér til baka sem kynþroska fiskur, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Hafrannsóknastofnun hefur undanfarin 2-3 ár fengið rúm 50 merki af þorski sem merktur var við Grænland en veiddist á Íslandsmiðum. Merkin endurheimtust víðsvegar á Íslandsmiðum, þ.m.t. á Hampiðjutorginu.
Af þeim þorskum sem merktir voru við Grænland hafa rúm 54 merki endurheimts á Íslandsmiðum og 374 merki við Grænland. Stærstur hluti endurheimtu við Grænland er þorskur merktur og endurheimtur innfjarðar en af þorski merktum á landgrunninu við Grænland hafa hins vegar 35 merki endurheimts við Grænland en 50 merki á Íslandsmiðum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.