Veiðigjöld eru lögð á allar aflaheimildir, líka þær sem ekki eru nýttar. Um 16 þúsund tonn af loðnukvótanum brunnu inni á vertíðinni þannig að veiðigjöld sem eru lögð á óveidda loðnu, nema líklega rúmum 106 milljónum króna, að því fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Heildarálagning veiðigjalda á loðnu er um 760 milljónir króna en lækkun sérstaks veiðigjalds er um 4 milljónir. Ljóst er að álagning vegna óveidda kvótans vegur nokkuð þungt í heildarálagningunni.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.