Síldardauðinn í Kolgrafarfirði er mikið tjón fyrir þjóðarbúið. Talið er að rúm 12% af íslenska síldarstofninum hafi drepist þar í desember og janúar, eða um 50 þúsund tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Síldardauðinn er þó ekki jafn stórfelldur og dauði síldarinnar vegna sýkingar sem hrjáð hefur hana undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að árleg afföll vegna sýkingarinnar hafi verið meiri en 100 þúsund tonn þegar ástandið var sem verst.
Ef hugsanlega hefði verið hægt að veiða þessi 50 þúsund tonn af síld sem drápust og landa síldinni í manneldisvinnslu má reikna með því að sú síld hefði gefið gróft reiknað í kringum 7 milljarða í útflutningstekjur.
Sjá nánar úttekt í nýjustu Fiskifréttum.