Grænlenska stórfyrirtækið Royal Greenland hefur keypt kavíarverksmiðjuna Westfalia-Strentz í Cuxhaven af Icelandic Group og þar með yfirtekið bæði eignir og rekstur verksmiðjunnar.

Verksmiðjan hefur eingöngu unnið grásleppuhrogn sem keypt hafa verið frá Grænlandi og því hefur Royal Greenland með þessu skrefi tryggt sér yfirráð yfir öllum ferlinum frá veiðum til vinnslu og markaðssetningar.