Tveir nýir starfsmenn ráðnir til Rastar sjávarrannsóknaseturs, sjálfstæðs óhagnaðardrifins rannsóknarfélags

Röst sjávarrannsóknasetur hefur ráðið Birki Bárðarson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands, í starf stjórnanda sjávarrannsókna hjá Röst.

Birkir hefur til margra ára verið leiðandi sjávarlíffræðingur og fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun þar sem hann hefur m.a. stýrt mati á stærð loðnustofnsins og komið að annarri ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Þá hefur Röst einnig ráðið Audriu Dennen, sérfræðing í jarð- og haffræði en Audria er bandarísk og búsett á Íslandi og hefur lokið meistaranámi í hafeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Audria Dennen, sérfræðingur í jarð- og haffræði.
Audria Dennen, sérfræðingur í jarð- og haffræði.

Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar: „Það er afar ánægjulegt að fá Birki og Audriu til liðs við okkur hjá Röst. Birkir hefur áratuga reynslu af hafrannsóknum og að halda utan um og stýra rannsóknarverkefnum og Audria er haffræðingur með góða reynslu af tæknistörfum og vettvangsrannsóknum. Ég hlakka til að vinna með þeim að því að skilja hvernig hafið getur aðstoðað okkur við að draga úr loftslagsbreytingum sem skiptir miklu máli, bæði í dag og fyrir komandi kynslóðir.