Gestir og gangandi við Marina hótelið við Slippinn í Reykjavík upplifðu skemmtilegt frávik frá hefðbundnum morgni þegar seiðaflutningaskipið Ronja Ford, 70 metra langt og 12 metra breitt, var tekið upp á föstudagsmorgun. Engar meiriháttar lagfæringar lágu fyrir heldur einungis sótthreinsun á skrokknum. Skipið er búið seiðatönkum sem áhöfnin sótthreinsar sjálf en skrokkinn þarf að sótthreinsa einnig og bera á hann sérstakt sótteyðandi efni áður en hann færir sig milli fjarða þar sem fiskeldi er stundað hér við land. Ronja Fjord er 1.718 brúttórúmlestir og var smíðuð í Noregi 2014 og er í eigu Solvtrans Rederi í Álasundi.