Sjávarútvegsráðuneytið hefur heimilað veiðar á 150 lestum af rækju í Arnarfirði á vertíðinni að tillögu Hafrannsóknastofnunar, en hún hefur nýlokið könnun á innfjarðarækjusvæðinu þar.
Í ljós hefur komið að stofnvísitalan hefur hækkað frá því haustið 2007, auk þess er útbreiðsla rækjunnar mun meiri en undanfarna vetur. Rækjan reyndist mun stærri en oftast áður í vorkönnunum eða 188 stk. í kílói.