Þrjár útgerðir, Ísfélag Vestmannaeyja, Síldarvinnslan og HB Grandi hafa yfir aðra helmingi kvótans úr norsk-íslensku síldinni á þessu ári.
Ísfélagið er þar stærst með 43.000 tonn eða 20% af heild. Síldarvinnslan hefur 33.000 tonn til ráðstöfunar eða 16% og HB Grandi hefur úr 30.000 tonnum að spila eða 14%.
Þrjár kvótahæstu útgerðirnar í kolmunna hafa 64% heildarkvótans til ráðstöfunar. Þær eru Síldarvinnslan með 24%, HB Grandi með 21% og Eskja með 19%.
Sjá nánar umfjöllun um kvótaúthlutun í norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.