Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 85 milljónum króna (um 1,6 milljarðar ISK) í styrki til þorksiðnaðarins. Styrkjunum verður ráðstafað til markaðsstarfs, til að bæta gæði og í rannsóknir og þróun.

Um er að ræða tveggja ára átak, 30 milljónir koma sem aukafjárveiting í ár og 55 milljónir á fjárlögum næsta árs.

Þorskiðnaðurinn í Noregi á undir högg að sækja. Efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið helstu markaði fyrir þorsk frá Noregi grátt og leitt til verðlækkunar. Útflutningsverðmæti hefur ekki aukist þrátt fyrir að útflutningur á þorski hafi aukist um 40% í tonnum talið.

Áætlun ríkisstjórnarinnar felur meðal annars í sér:

·         10 milljónir í fræðsluherferð til að bæta gæði á fiski.

·         21 milljón til að auka hlut línuveiða.

·         6 milljónir til að bæta fiskmóttöku.

·         30 milljónir í markaðsmál.

·         10 milljónir í rannsóknir á aflameðferð.

·         8 milljónir í nýsköpun.