Dragnótabáturinn Hafrún HU fékk nýlega 25 tonna kast austarlega í Húnaflóa á milli Skagastrandar og Blönduóss. Í frétt á vefnum aflafrettir.is er haft eftir Jóhanni G. Sigurjónssyni skipstjóra að aflinn hafi allur verið 20-30 kílóa fiskur.
Þetta var annað kastið í túrnum en í fyrra kastinu fengust rúm 3 tonn. Hafrún kom að landi með 28,3 tonn úr veiðiferðinni og fékk 6,7 milljónir króna fyrir aflann á fiskmarkaði.
Fram kemur á vefnum að þetta sé langmesti afli sem Hafrún HU hafi fengið í dragnótina til þessa.
Hafrún er 53 brúttótonna bátur og 58 ára gamall.
Sjá nánar á aflafrettir.is