Sportveiðimönnum þykir mikill fengur að því að fá selgfiska á krókinn (e. Marlin-fish). Fiskarnir geta orðið allt að fimm metra langir og 700 til 800 kíló að þyngd. Þessar veiðar eru þó ekki með öllu hættulausar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem birtist í frétt á vef danska sjónvarpsins TV2. Þar stekkur risafiskurinn um borð með miklum „bægslagangi“ og hrekur einn veiðimanninn í sjóinn.