Stjórnvöld gætu haft í kringum 50 milljóna króna tekjur í sumar af því að leigja þorskkvóta sem erlendir túristar, aðallega Þjóðverjar, munu veiða hér við land á sjóstöng, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Þegar skötuselsfrumvarpið var afgreitt á alþingi í vetur var jafnframt samþykkt að ríkið gæti selt aflaheimildir í þorski til frístundabáta. Hér er um að ræða bráðabirgðaákvæði til tveggja ára um úthlutun á 200 tonnum af óslægðum þorski hvort ár. Þessi úthlutun kemur til viðbótar við heildaraflamark í þorski sem ákveðið var í upphafi fiskveiðiársins og er enn ein ráðstöfun aflaheimilda sem skiptist ekki samkvæmt aflahlutdeild skipa.
Verð á aflaheimildum sem ríkið leigir er meðalverð í viðskiptum með aflamark í þorski, þ.e. bæði í aflamarki og krókaaflamarki, sem birt er á vef Fiskistofu, í lok dags daginn áður en umsókn berst.
Sjá nánar í Fiskifréttum.