Annar af tveimur línubátum Hraðfrystistöðvar Hellissands, Rifsnes SH, siglir þarna inn í höfnina í Rifi fyrr í mánuðinum að loknum fjögurra daga túr sem skilaði 75 tonnum í land. Að sögn Örvars Ólafssonar útgerðarstjóra eru línubátar fyrirtækisins að verða kvótalausir, eins og fleiri fiskiskip víða um land, nú þegar styttist í lok fiskveiðiárs.