Guðmundur á Nesi var djúpt suður af Reykjanesi í morgun þegar Fiskifréttir náðu tali af honum í morgun. Jóel Þórðar­son skip­stjóri talar um rífandi fiskirí og að þeir séu að fá fimm og upp í tólf tonn á tímann.

Makríllinn er stærri núna en á sama tíma í fyrra.

"Við eru búnir að landa 550 tonnum í Reykjavík og löndum aftur á morgun. Sem stendur er Huginn VE hér með okkur en Brimnesið RE var hér líka en þeir landa í dag."