Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur upplýst að til að ljúka rannsókn á slysinu sé nauðsynlegt að ná Jóni Hákoni BA, sem sökk við Aðalvík í júlí síðastliðnum, af hafsbotni, að því er fram kemur á vef RÚV.

„Þetta er ánægjulegt en um leið spyr maður sig af hverju þetta var ekki gert strax,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson, í samtali við RÚV, en hann var einn þeirra sem bjargaðist þegar skipið sökk.