Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár varðandi kvótaúthlutun í upphafi nýs fiskveiðiárs. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13,0% af heildinni miðað við þorskígildi samanborið við 13,3% í fyrra, að því er fram kemur á vef Fiskistofu .
Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,5% af heildinni sem er um 2,5% aukning frá fyrra ári og fleytir þeirri höfn fram úr Vestmannaeyjum sem löngum hefur verið í öðru sæti hvað aflamark varðar. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum ráða nú fyrir 10,5% úthlutunarinnar, en það felur í sér 0,7% samdrátt frá fyrra ári.