Nú liggur fyrir að ríflega þrefalt meira magn mældist af makríl í íslenskri lögsögu í sumar í leiðangri Árna Friðrikssonar en í sambærilegum leiðangri skipsins í fyrra, að því er Sveinn Sveinsbjörnsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir, sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Leiðangur Árna Friðrikssonar fór fram 20. júlí til 12. ágúst í sumar. Leiðangurinn var þáttur í alþjóðlegum umhverfisrannsóknum í Norðaustur-Atlantshafi. Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum mældist útbreiðsla makríls meiri við landið víðast hvar en í sambærilegum leiðangri árið 2009 og í mun meira magni þegar á heildina er litið.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.