Ástand síldarstofna í Eystrasalti og Botníuflóa er nú í slíkri lægð að mati Alþjóðalega náttúruverndarsjóðsins að fólki er ráðlagt að kaupa hvorki né neyta síldar af stórum hluta þessara svæði.
Frá þessu segir Sænska ríkissjónvarpið sem kveður Alþjóðalega náttúruverndarsjóðinn (WWF) þar með hafa fært þessa fiskistofna úr gulum áhættuflokki í rauðan. WWF bendi á ofveiði og ranga skráningu afla sem ástæðu þessa breytt mats. Síldin sé nú mun smærri og magurri en áður, minna sé af henni og að of mikið sé veitt.
Greinir Sænska ríkissjónvarpið frá því að fyrr í haust hafi Evrópuráðið fyrirskipað algert veiðistopp við Eystrasalt. Það hafi valdi strandiveiðimönnum norður frá áhyggjum. Segir Ingver Melander, fiskifræðingur sem starfar hjá WWF, að vonast sé til þess að ekki þurfi að vera með smábátaveiðina í rauðum flokki í framtíðinni. Til þess að svo megi verði þurfi hins vegar að draga úr veiðisókninni og lágmarka verksmiðjuveiði.