„Það er mat stjórnvalda að raunhæfasti og hagkvæmasti kosturinn til að draga úr líkum á síldardauða í Kolgrafafirði næsta vetur sé sú að vakta áfram fjörðinn með síritandi súrefnismæli og reyna að reka síldina út úr firðinum ef hætta er talin vera á ferðum. Ekki er þó hægt að útiloka hættu á síldardauða með þessu og ljóst að óvissa verður áfram fyrir hendi,“ segir greinargerð atvinnuvegaráðuneytisins í dag.
Hafrannsóknastofnun og Vegagerðin hafa unnið að rannsóknum og mati á kostum við fyrirbyggjandi aðgerðir til að fyrirbyggja síldardauða í Kolgrafafirði um nokkurt skeið. Niðurstöður rannsókna benda til þess að frekari opnun þverunar með nýrri brúargerð myndi ekki hafa afgerandi áhrif, en myndi verða mjög dýr. Fleiri kostir hafa verið skoðaðir, s.s. uppsetning á fælingarbúnaði fyrir utan þverunina og súrefnisauðgun fjarðarins. Áfram verður unnið að mati á slíkum kostum, en ljóst að veruleg óvissa ríkir um hvort þeir muni bera tilætlaðan árangur, segir í greinargerðinni.
Sjá nánar á vef ráðuneytisins.