Alls hafa veiðst rúm 28 tonn af rauðmaga það sem af er þessari vertíð, samkvæmt tölum Fiskistofu.

Ragnar Ragnarsson á Ragga Gísla SI frá Siglufirði er einn þeirra sem stundað hafa rauðmagaveiðar í vetur. Hann tók upp netin á sunnudaginn síðasta og er hættur á veiðum, en aflinn var þá orðinn á milli 5 og 6 tonn af rauðmaga.

„Rauðmagaveiðin var  talsvert minni núna en í fyrra og ég varð var við meira af grásleppu að þessu sinni en á sama tíma á síðasta ári. Mig grunar að rauðmaginn hafi verið fyrr á ferðinni en undanfarin ár og að við höfum því byrjað veiðarnar of seint,“ segir Ragnar í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.