Hjá BioPol ehf. á Skagaströnd fer nú fram rannsókn á áður óþekktri bandormssýkingu hér við land sem fundist hefur í ufsa. Ormurinn gæti rýrt verðmæti ufsaflaka ef hann situr eftir í þunnildum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Upphaf verkefnisins má rekja til þess að sjómenn á frystitogaranum Arnari HU frá Skagaströnd urðu varir við breytingu á ástandi ufsa sem veiddur var á ákveðnum svæðum við Ísland. Starfsfólki BioPol bárust sýnishorn af sýktum fiski og í framhaldi af því var ráðist í þetta verkefni.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.