„Það hefur verið almenn hnignun í þessum geira,“ segir Sara Harðardóttir, þörungafræðingur og erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem stýra mun nýrri rannsókn um öryggi og hagkvæmni í bláskeljarækt.
Matvælasjóður hefur veitt 25 milljóna króna styrk til rannsóknarinnar sem byggir á samstarfssamningi milli Matís, Hafrannsóknastofnunar og Háskóla Íslands.
Bláskeljarækt segir Sara talda vera eina skilvirkustu og vistvænustu próteinframleiðslu úr hafinu sem völ sé á. Ræktun og vinnsla á bláskel, öðru nafni kræklingi, hafi verið umtalsverð hér á landi fram til ársins 2012.
„Árið 2012 vorum við að vakta að minnsta kosti átta svæði þar sem var ræktun eða menn voru að taka krækling með plóg. Það var ræktað á línum og það var fjöldi fyrirtækja og heilmikill afli. En síðan 2012 hefur verið hreint hrun í framleiðslu á kræklingi. Við ætlum að skoða hvað veldur þessu hruni,“ segir Sara.
Þrjár eitraðar ættkvíslar
Rannsóknin mun einnig að miklu leyti beinast að eiturþörungum sem geta haft afar neikvæð áhrif á krækling og skapað hættu fyrir fólk.
„Á Íslandi eru þrjár mögulegar ættkvíslar af þörungum sem mynda mjög skaðleg eiturefni. Tvö af þeim eru taugaeitur og það þriðja veldur matareitrun. Þetta er hættulegt fyrir fólk,“ segir Sara sem kveður það þannig vera lýðheilsumál að vakta og rannsaka þessi eiturefni svo hægt sé að fyrirbyggja að þau færist ekki upp fæðukeðjuna, meðal annars í kræklinginn og þannig á matardiska fólks.
Að sögn Söru er á Íslandi fylgt Evrópustöðlum við vöktun á þessum eiturefnum. Þeir geri ráð fyrir talningu í smásjá og mælingu eiturefna í kræklingi. Í dag sé hins vegar hægt að greina eiturþörunga með erfðafræðilegum aðferðum. Þessi aðferð sé á upphafsstigi erlendis.
Leita orsaka hrunsins
„Við sóttum um styrk til þess að bæði hanna nýjar PCR-aðferðir við greiningu sýna og að heimfæra þær rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis til þess að betrumbæta og hraða vöktun á eiturþörungum. Þetta mun meðal annars bæta öryggi þeirra sem eru að tína villtan krækling eða skel,“ útskýrir Sara.
Um er að ræða verkefni til átján mánaða. „Við ætlum að skoða út frá þverfaglegu sjónarmiði ástæður hruns í kræklingarækt og leita leiða til að snúa þeirri þróun við,“ segir Sara. Háskóli Íslands muni koma að skoðun áhrifa opinberrar stjórnsýslu á greinina.
„Við viljum bæði skoða þetta út frá markaðssjónarmiðum og út frá sjónarmiði opinberrar stjórnsýslu og frá sjónarmiðum líffræðinnar og hömlunar vegna þess að það er mjög viðkvæmt að rækta krækling,“ segir Sara.
Ætla að beita erfðafræði
Rannsóknina segir Sara vera upphafið að því að skoða af hverju kræklingarækt gangi svo illa á Íslandi – öfugt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er til dæmis mikil og arðbær ræktun á Írlandi og í Limfjorden í Danmörku en Íslendingum hefur aldrei tekist að koma þessari grein á einhvern fót.“
Ætlunin, segir Sara, er að þróa og innleiða erfðafræðilegar aðferðir til að bæta vöktunarkerfið, með því að beita sérhönnuðum PCR-aðferðum til að finna þörunga sem geta verið eitraðir og þar með auka líkurnar á öruggari uppskeru á hraðvirkari hátt en nú. Á vegum stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands muni mastersnemi skoða umfang kræklingaiðnaðarins á Íslandi og greina ástæður hnignunar markaðarins.
Skoða áhrif regluverksins
„Skoðað verður hvort lög og reglugerðir eigi þátt í hversu erfitt uppdráttar íslenskur kræklingaiðnaðurinn hefur átt á undanförnum árum og leitað verður leiða til að snúa þessari þróun við,“ segir Sara.
Niðurstaða rannsóknarinnar segir Sara munu geta stuðlað að bættu verklagi og eftirliti í kræklingarækt og orðið til hagsbóta, bæði fyrir atvinnugreinina og lífríki sjávar. „Enda er aukin þekking í framleiðslu á sjálfbæru próteini í skelfiskrækt til hagsbóta fyrir hagkerfið og öryggi á svæðum fyrir almenna kræklingatínslu.“
Dæmi um eiturþörunga við Ísland
a) Pseudo-nitzschia seriata – eitrið kallast domoic sýra og getur ma. valdið minnisleysi og verið banvænt mönnum.
b) Alexandrium ostenfeldii – eiturefnasambönd sem nefnast saxitoxin, þau geta valdið tímabundinni lömun og verið banvæn mönnum.
c) Dinophysis acuta – framleiðir m.a. pectenotoxin og okadaic sýrur sem valda truflunum í meltingarvegi, uppköstum og niðurgangi.
Heimild: Hafrannsóknastofnun
„Það hefur verið almenn hnignun í þessum geira,“ segir Sara Harðardóttir, þörungafræðingur og erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem stýra mun nýrri rannsókn um öryggi og hagkvæmni í bláskeljarækt.
Matvælasjóður hefur veitt 25 milljóna króna styrk til rannsóknarinnar sem byggir á samstarfssamningi milli Matís, Hafrannsóknastofnunar og Háskóla Íslands.
Bláskeljarækt segir Sara talda vera eina skilvirkustu og vistvænustu próteinframleiðslu úr hafinu sem völ sé á. Ræktun og vinnsla á bláskel, öðru nafni kræklingi, hafi verið umtalsverð hér á landi fram til ársins 2012.
„Árið 2012 vorum við að vakta að minnsta kosti átta svæði þar sem var ræktun eða menn voru að taka krækling með plóg. Það var ræktað á línum og það var fjöldi fyrirtækja og heilmikill afli. En síðan 2012 hefur verið hreint hrun í framleiðslu á kræklingi. Við ætlum að skoða hvað veldur þessu hruni,“ segir Sara.
Þrjár eitraðar ættkvíslar
Rannsóknin mun einnig að miklu leyti beinast að eiturþörungum sem geta haft afar neikvæð áhrif á krækling og skapað hættu fyrir fólk.
„Á Íslandi eru þrjár mögulegar ættkvíslar af þörungum sem mynda mjög skaðleg eiturefni. Tvö af þeim eru taugaeitur og það þriðja veldur matareitrun. Þetta er hættulegt fyrir fólk,“ segir Sara sem kveður það þannig vera lýðheilsumál að vakta og rannsaka þessi eiturefni svo hægt sé að fyrirbyggja að þau færist ekki upp fæðukeðjuna, meðal annars í kræklinginn og þannig á matardiska fólks.
Að sögn Söru er á Íslandi fylgt Evrópustöðlum við vöktun á þessum eiturefnum. Þeir geri ráð fyrir talningu í smásjá og mælingu eiturefna í kræklingi. Í dag sé hins vegar hægt að greina eiturþörunga með erfðafræðilegum aðferðum. Þessi aðferð sé á upphafsstigi erlendis.
Leita orsaka hrunsins
„Við sóttum um styrk til þess að bæði hanna nýjar PCR-aðferðir við greiningu sýna og að heimfæra þær rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis til þess að betrumbæta og hraða vöktun á eiturþörungum. Þetta mun meðal annars bæta öryggi þeirra sem eru að tína villtan krækling eða skel,“ útskýrir Sara.
Um er að ræða verkefni til átján mánaða. „Við ætlum að skoða út frá þverfaglegu sjónarmiði ástæður hruns í kræklingarækt og leita leiða til að snúa þeirri þróun við,“ segir Sara. Háskóli Íslands muni koma að skoðun áhrifa opinberrar stjórnsýslu á greinina.
„Við viljum bæði skoða þetta út frá markaðssjónarmiðum og út frá sjónarmiði opinberrar stjórnsýslu og frá sjónarmiðum líffræðinnar og hömlunar vegna þess að það er mjög viðkvæmt að rækta krækling,“ segir Sara.
Ætla að beita erfðafræði
Rannsóknina segir Sara vera upphafið að því að skoða af hverju kræklingarækt gangi svo illa á Íslandi – öfugt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er til dæmis mikil og arðbær ræktun á Írlandi og í Limfjorden í Danmörku en Íslendingum hefur aldrei tekist að koma þessari grein á einhvern fót.“
Ætlunin, segir Sara, er að þróa og innleiða erfðafræðilegar aðferðir til að bæta vöktunarkerfið, með því að beita sérhönnuðum PCR-aðferðum til að finna þörunga sem geta verið eitraðir og þar með auka líkurnar á öruggari uppskeru á hraðvirkari hátt en nú. Á vegum stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands muni mastersnemi skoða umfang kræklingaiðnaðarins á Íslandi og greina ástæður hnignunar markaðarins.
Skoða áhrif regluverksins
„Skoðað verður hvort lög og reglugerðir eigi þátt í hversu erfitt uppdráttar íslenskur kræklingaiðnaðurinn hefur átt á undanförnum árum og leitað verður leiða til að snúa þessari þróun við,“ segir Sara.
Niðurstaða rannsóknarinnar segir Sara munu geta stuðlað að bættu verklagi og eftirliti í kræklingarækt og orðið til hagsbóta, bæði fyrir atvinnugreinina og lífríki sjávar. „Enda er aukin þekking í framleiðslu á sjálfbæru próteini í skelfiskrækt til hagsbóta fyrir hagkerfið og öryggi á svæðum fyrir almenna kræklingatínslu.“
Dæmi um eiturþörunga við Ísland
a) Pseudo-nitzschia seriata – eitrið kallast domoic sýra og getur ma. valdið minnisleysi og verið banvænt mönnum.
b) Alexandrium ostenfeldii – eiturefnasambönd sem nefnast saxitoxin, þau geta valdið tímabundinni lömun og verið banvæn mönnum.
c) Dinophysis acuta – framleiðir m.a. pectenotoxin og okadaic sýrur sem valda truflunum í meltingarvegi, uppköstum og niðurgangi.
Heimild: Hafrannsóknastofnun