Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir skýrar vísbendingar um að hrygningarstofn þorsks sé að rétta úr kútnum og trúir því að leiðin verði frekar upp á við en niður í móti í þorskveiðum á næstu árum.
Núverandi stefnu í kvótaúthlutun sé ætlað að stuðla að því. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við sjávarútvegsráðherra í Fiskifréttum í dag.
Í viðtalinu svarar ráðherra meðal annars þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á ákvörðun hans um áframhaldandi 130 þúsund tonna þorskkvóta fyrir komandi fiskveiðiár.
Einar kveðst ekki gera lítið úr þeim erfiðleikum sem þessi mikla kvótaskerðing hafi í för með sér. „130 þúsund tonna þorskkvóti er við hungurmörk,“ segir hann. „Við stöndum í þessum aðgerðum til að byggja þorskstofninn upp. Við erum að reyna að horfa til lengri tíma.“
Undir lok viðtalsins bendir hann á jákvæðar vísbendingar um betri tíð. Árið 2007 hafi hrygningarstofn þorsksins verið 190 þúsund tonn, á þessu ári sé hann 230 þúsund tonn og talið sé að hann verði 250 þúsund tonn á því næsta. „Ég er ekki þar með að segja að um verði að ræða stór skref í aflaaukningu en ég trúi því að leiðin verði frekar upp á við en niður á við.“
______________________________________
Viðtalið má lesa í heild í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér . var a=new Array();var i=0;a[i++] = '';a[i++] = '';document.write(a[Math.round(Math.random()*(a.length-1))]);