Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um sérstaka ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011. Úthluta skal allt að 400 tonnum af skötusel á fiskveiðiárinu sem boðin eru til leigu en ekki skipt samkvæmt aflahlutdeild.
Heimilt er að úthluta á skip allt að 5 tonnum af skötusel í senn. Fiskistofa skal auglýsa eftir umsóknum um úthlutun aflaheimilda og annast úthlutun eigi síðar en 25. október 2010. Verð á aflaheimildum skötusels er 120 krónur hvert kíló.
Sjá nánar á www.fiskistofa.is