Damen skipasmíðastöðin í Rúmeníu hefur lagt kjöl að tveimur af fjórum rafknúnum ferjum sem fyrirtækið smíðar fyrir kanadíska ferjuflutningafyrirtækið BC Ferries. Þar með er hafinn þriðji áfanginn í svokölluðu Island Class ferjuprógrammmi Damen sem er liður í því að fjölga í flota BC Ferries þannig að þar verði tíu ferjur smíðaðar af Damen. Fyrirtækið er Faxaflóahöfnum vel kunnugt því það hefur smíðað flesta af dráttarbátum hafnarinnar í gegnum tíðina og nú síðast Magna.
Island Class lína Damen hófst með afhendingu á fjórum ferjum með tvinnaflrás sem voru vísir að þeirri framtíðarsýn BC Ferries að reka eingöngu rafknúnar ferjur. BC Ferries (British Columbia Ferries) er einkarekið fyrirtæki í Bresku Kolumbíu í Kanada og var á sínum tíma stærsta ferjufyrirtæki í Norður-Ameríku. Það rekur nú 41 ferju sem þjónustar 47 áfangastöðum í ríkinu.
Nýju ferjurnar verða kolefnishlutlausar og spila mikilvægt hlutverk í því markmiði fyrirtækisins að draga úr CO₂ losun um 10.000 tonn fyrir 2030. Umskipti yfir í rafknúnar ferjur byggja á landtengingum sem gera kleift að hlaða ferjurnar í stuttum viðkomum í höfnum.