Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknarstofnunar heimilað rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði, vestan Krossnesvita.
Leyfið er bundið skilyrðum um að þær má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og við veiðarnar skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu.
Heimild til rækjuveiða á svæðinu gildir frá og með 16. maí.
Reglugerðina má sjá á heimasíðu ráðuneytisins.