Á grundvelli samkomulags milli Íslands og Grænlands hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ákveðið að heimila íslenskum skipum að veiða rækju á Dohrnbanka í grænlenskri lögsögu að uppfylltum  tilteknum skilyrðum.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Þar segir ennfremur:

,,Útgerðir skulu sækja skriflega til Fiskistofu um heimild þessa, samkvæmt reglugerð nr 620/2012 um takmarkanir á veiðum íslenskra skipa úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja. Meðfylgjandi umsókn skal vera afrit af leyfi til veiða í grænlenskri lögsögu og staðfest samkomulag við grænlenska útgerð um nýtingu aflaheimilda.“