Talsmenn sjávarútvegs á Írlandi hafa boðað til skyndifundar með írska sjávarútvegsráðherranum þar sem Evrópusambandið hefur bannað allar rækjuveiðar írskra skipa fram á næsta ár jafnvel þótt nægur kvóti sé eftir, að því er fram kemur á vef FiskerForum og The Irish Times.
Þessi lokun snertir um 50 írska rækjubáta. Rækjuveiðarnar á Írlandi skila um 25 milljónum evra árlega í aflaverðmæti, um 400 milljónum ISK.
Skýringin á þessu banni, sem kom öllum að óvörum, eru sú að “dagar á sjó” eru sagðir útrunnir. “Dagar á sjó” er sérstakt hugtak í fiskveiðistjórnarkerfi ESB yfir leyfilega veiðigetu og er það margfeldi af vélarafli í kílówöttum og veiðidögum.
Bátarnir eru sem sagt búnir með sína “daga á sjó” þótt kvótinn sé enn nægur. Írskir rækjusjómenn eru æfir yfir því sem þeir kalla óskiljanlegt regluverk ESB.